24.8.09

haustvertíðin

Nú fer haustvertíðin að skella á þegar börnin koma í jólamyndatökuna. Það borgar sig að bóka snemma til að allt náist fyrir jólin!

Hér eru nokkur börn sem komu til mín síðastliðið haust...

Vala (7 ára) er upprennandi leikkona eða skemmtikraftur! Hún skemmti sér amk stórvel í myndatökunni :)







Vala söng m.a. fyrir mig lög með Abba og Páli Óskari af mikilli innlifun...


mamma fékk að vera með...





Unnur Sara, Hrannar og Heiðar komu til mín í október og voru svo góð við hvort annað og yndisleg bara :)


Hrannar og Heiðar með mömmu sinni...


Heiðar (1/2 árs)...


Hrannar (2 1/2 árs)...


Unnur Sara (tæplega 16 ára)...


strákarnir með stóru systur...




Kristófer, 5 ára, var rosa duglegur í myndatökunni og það var eins og hann hefði gert þetta margoft! Fallegur og indæll :) Hann flutti fyrir mig smá leikverk í stúdíóinu áður en við byrjuðum myndatökuna!





og með mömmu sinni...



Unnur Ýr er fyrsta barn foreldra sinna og var 3 1/2 mánaða þegar hún kom til mín. Voða glöð lítil stúlka og var alveg til í smá myndatöku. Hún ætlar svo að koma aftur til mín í haust. Það er líka alltaf svo gaman að mynda litlu börnin sem ég hef myndað þegar þau voru ennþá í bumbunni á mömmu sinni, sjá stúdíó douglas: póstlisti og bumba



þessi fór í jólakortin...


og þessi líka...




Systkinin Óli Björn (6 ára) og Birna Kristín (4 ára) komu ásamt foreldrum sínum í myndatöku. Þau voru í prakkarastuði en mér finnst það sko ekkert verra! Það er langbest að leyfa börnunum að vera þau sjálf og hafa gaman af þessu, þá nær maður skemmtilegustu myndunum :)




þau eru svo samrýmd systkini að þau hnerruðu á sömu sekúndu :)


og með mömmu og pabba...

20.8.09

nekt úr safninu

Hér koma nokkrar nektarmyndir sem ég gróf upp frá 2008!

Júlí...


...og fleiri síðan í júlí - þessi kona pantaði m.a. stóra strigamynd til að setja upp í stofunni...




þessi kona kom til mín í ágúst, ein af uppáhaldsmyndatökunum mínum á árinu...







...í september kom svo til mín kona sem hafði fengið myndatöku í afmælisgjöf frá manninum sínum (þau voru bæði afskaplega ánægð með útkomuna!). Þessar þrjár myndir fóru saman í stóran ramma...



svona...



í október kom til mín kona sem gaf manninum sínum í jólagjöf 5 myndir saman í stórum ramma. Það er mjög vinsælt hjá mér að búa til seríu úr nektar- eða boudoir myndunum og setja saman í stóran ramma...




að lokum eru hér myndir af konu sem kom til mín í nóvember. Hún átti svo erfitt með að velja myndir til að setja í albúm að hún endaði með að velja þær allar og gaf manninum sínum tvö flott albúm í jólagjöf, eitt með nektarmyndum og eitt með boudoir og portrett myndum. En það er einmitt mjög oft sem konur kjósa að skipta myndunum svona upp ef þær vilja margar...