9.12.08

persónuleg gjöf

Hér eru nokkrar listrænar nektarmyndir síðan í haust. Konur hafa mikið verið að koma til mín í myndatöku (portrett og/eða nektarmyndatöku) með það í huga að gefa manninum sínum myndir í jólagjöf, þá t.d. fallegt myndaalbúm, stóra mynd í ramma, á striga eða jafnvel nokkrar myndir saman í ramma. Að mínu mati er varla hægt að hugsa sér persónulegri gjöf frá konunni sinni!

2.12.08

jólagjafir og brúðkaup

Nú er ég að bjóða upp á 20% af gjafabréfum til jóla. Tilvalið að gefa myndatöku í jólagjöf. Hægt er að kaupa gjafabréf fyrir ákveðna upphæð eða ákveðinn pakka, allt eftir þörfum. Endilega hafið samband info@studiodouglas.is


08.08.08
Arna og Sigurður giftu sig í Seltjarnarneskirkju í ágúst sl., nánar tiltekið 08.08.08. Eftir athöfnina fór ég með brúðhjónin út á Seltjarnarnesið í myndatöku, ekki langt frá Gróttu. Börnin þrjú voru með í för og voru í góðu stuði í myndatökunni. Innilega til hamingju Arna og Sigurður!

2.11.08

Ísland - Noregur

Nú er allt á fullu í jólamyndatökunum og örfáir tímar lausir fyrir jólin. Myndabloggið er enn á sumartíma hins vegar...

Ég myndaði tvenn brúðkaup erlendis í sumar. Í júní var það írskt-króatískt brúðkaup í London og í ágúst, um verslunarmannahelgina, var það íslenskt-norskt brúðkaup í Noregi.

Giftingin fór fram úti undir berum himni, eða réttara sagt undir litlum tjaldhimni þar sem það var örlítil rigning, við fallegt hús á Hellviktangen en þangað var farið á bát frá Osló.
Þetta var allt saman stórglæsilegt og ótrúlega skemmtilegur dagur. Takk kærlega fyrir mig kæru brúðhjón og innilega til hamingju með hjónabandið!







21.10.08

bumba í júlí

Katrín kom í óléttumyndatöku til mín í lok júlí. Þetta var einn af heitustu dögum sumarsins! Systir Kötu var svo góð að gefa henni gjafabréf fyrir bumbumyndatöku. Lítill drengur fæddist svo 19.ágúst og heitir Alexander Freyr. Innilega til hamingju með litla prinsinn Katrín og Hafþór!




20.9.08

Kristján og Þórir

Kristján og Þórir giftu sig úti í garði í yndislegu veðri í lok júlí. Síðan var veisla haldin um kvöldið og hún var vægast sagt alveg frábær! Takk fyrir góðan dag og innilega til hamingju strákar!




15.9.08

sumarið hjá Sigurði

Sigurður Arnar hefur verið að koma í mánaðarlegar myndatökur til mín síðan hann var 11 daga gamall í janúar. Hann er nú að verða 8 mánaða og það er búið að vera ótrúlega gaman að fá að fylgjast svona vel með honum vaxa og dafna.

Hér er Sigurður Arnar 5 mánaða í júní:




Hér er Sigurður Arnar orðinn 6 mánaða og ekkert smá flottur strákur:


Með mömmu og pabba:

Svo kom drengurinn í ágúst orðinn 7 mánaða og alltaf jafn gaman:



11.9.08

sveitabrúðkaup

Eygló og Siggi giftu sig í sumar úti á veröndinni heima hjá sér í uppsveitum Árnessýslu. Yndislegt júlíveður og yndislegur staður, sem hæfir vel þessu flotta pari. Innilega til hamingju!





4.9.08

nekt í júlí

Hér eru nokkrar listrænar nektarmyndir síðan í júlí...



1.9.08

nekt í júní

Það er búið að vera mikið að gera í listrænum nektarmyndatökum í sumar. Hér er nokkrar síðan í júní...





22.8.08

póstlisti og bumba

Endilega skráið ykkur á póstlista Stúdíó Douglas með því að skrá netfang í reitinn hér til hægri. Þið fáið þá póst um nýjustu færslur á blogginu og upplýsingar um tilboð og fleira.

Ég myndaði þessa fínu bumbu í júní - falleg dama kom svo í heiminn u.þ.b. mánuði seinna. Innilega til hamingju!



21.8.08

morgunblaðið


Heilsíðuviðtal við mig birtist í Morgunblaðinu 28.júní síðastliðinn. Það þarf að smella á myndina til að fá hana upp stærra til að lesa textann. Það voru mikil viðbrögð við viðtalinu og því nóg að gera þessa dagana.

12.8.08

hár og förðun

Það er búið að vera mikið að gera í sumar og margar myndatökur sem bíða eftir að líta dagsins ljós hér á blogginu þannig að endilega fylgist vel með á næstunni.

Ég býð upp á myndatökur með hárgreiðslu og förðun á staðnum en þessi fallega kona kom einmitt til mín í slíka myndatöku í júní. Bella sá um hár og förðun en hún er mjög reynd í ljósmyndaförðun.