30.12.07

frændur

Frændurnir Daníel Xiang Nan og Helgi Myrkvi komu í myndatöku milli jóla og nýárs.

Tvær Ultraman hetjur mættu líka á svæðið.


24.12.07

Gleðilega hátíð!

Gleðileg jól frá Studio Douglas - takk fyrir viðskiptin á árinu!

Ljósmyndarinn ásamt manni og barni:


21.12.07

síðasta myndatakan fyrir jól

Nói Robert býr í Sviss og er að verða 1 árs í janúar. Hann var ofsa duglegur í myndatökunni og alveg til í að stilla sér upp fyrir myndavélina.

2.12.07

Ný og betri

Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur kom í portrett myndatöku í lok mánaðarins. Klár og orkumikil kona sem er að gera frábæra hluti með fyrirtæki sínu Þokkabót - Ný og Betri.




29.11.07

sonurinn

Helgi Myrkvi kom í jólamyndatöku til mömmu sinnar um daginn og var ekki beint í stuði til að sitja kyrr en það náðust samt nokkrar góðar enda mæðginin vön að starfa saman.


Jólakortamyndin í ár:

26.11.07

frænkur og frændi

Frænkur mínar og frændi komu í myndatöku um helgina. Þau skemmtu sér vel og voru mjög þægileg módel.

Bjarney er 9 ára

Kristný er 8 ára

og Friðgeir Ingi er 3 ára

22.11.07

Mæðgur

Mæðgurnar Íris og Heiður komu til mín um daginn. Heiður er 2 1/2 árs og á von á lítilli systur í febrúar. Mamman kom einmitt í óléttumyndatöku til mín fyrr í mánuðinum.



Heiður á fallegan rauðan jólakjól og fór í hann fyrir rest!






17.11.07

Emilía og Embla

Systurnar Emilía Ósk og Embla Nótt komu í myndatöku með foreldrum sínum á föstudaginn. Emilía er 5 ára og Embla 2 1/2 árs. Þær eru skemmtilegar og sjálfstæðar dömur en samt vel til í að pósa fyrir myndavélina. Þær eiga alls konar skemmtilega svipi líka!


Stelpurnar áttu æðislega rauða jólakjóla sem þær sýndu mér:



13.11.07

fyrsta myndatakan á Vesturgötu

Íris kom í óléttumyndatöku til mín á laugardaginn. Hún á von á sér í febrúar.
Óléttar konur eru með uppáhaldsmyndefni mínu.


Birtan í stúdíóinu var svo góð þennan dag að við tókum líka myndir með náttúrulegri birtu. Gluggarnir í stúdíóinu eru líka svo skemmtilegir.

6.11.07

opnun studio douglas

Studio Douglas hóf starfsemi á Vesturgötu 5, 101 Reykjavík í nóvember 2007. Opið hús með léttum veitingum, myndasýningu og spjalli var laugardaginn 3.nóvember.