30.3.10

Rósa og Dagur

Nú fer að skella á aðalbrúðkaupstími ársins!
Það er enn eitthvað laust hjá mér í sumar - um að gera að hafa samband sem fyrst.


Rósa og Dagur giftu sig í Mosfellskirkju í fyrravor. Ég myndaði brúðhjónin á nokkrum fallegum stöðum í Mosfellsbæ og svo var veislan í Hlégarði. Þetta var fallegur dagur og gaman að fá að fylgja brúðhjónunum allan daginn og kvöldið.

Innilega til hamingju Rósa og Dagur!






28.3.10

ertu að fara að gifta þig?

Nú fer að líða að aðalbrúðkaupstímanum - sumrinu!

Síðastliðin ár hefur verði mjög vinsælt hjá mér að koma í nektar og "boudoir" myndatöku og gefa tilvonandi eiginmanninum albúm með fallegum myndum af sér í morgungjöf. Það er varla hægt að óska sér betri gjöf frá fallegu konunni sinni!

Ég er með tilboð á konumyndatökum í apríl og maí - 15% afsláttur af pakkaverði! Það er allt að fyllast svo það borgar sig að hafa samband strax.

Þessar konur glöddu nýbakaða eiginmenn sína með fallegum myndum í fyrra:








26.3.10

Helgi Fannar

Þessi flotti strákur kemur til mín mánaðarlega í myndatöku fyrsta æviárið sitt. Helgi Fannar fæddist 18.ágúst sl og er því orðinn rúmlega 7 mánaða. Ég myndaði einnig foreldra hans á brúðkaupsdaginn þeirra í nóvember 2008.

Hér eru myndir frá fyrstu 6 mánuðunum.

Hér er litli drengurinn bara 9 daga gamall:


1 mánaða:


2 mánaða með spékoppa:


3 mánaða:


4 mánaða:


5 mánaða, búinn að uppgötva tærnar:


6 mánaða:


Sjá 7-12 mánaða myndir hér

7.3.10

location! location!

Ég mynda ekki bara í stúdíóinu. Stundum fer ég í heimahús eða á einhverja skemmtilega staði úti.

Ferming í Hveragerði síðastliðið vor, fermingarstúlkan með foreldrum sínum:

Í Lystigarðinum í Hveragerði, yndislegur staður fyrir myndatökur:






Eysteinn Daði fæddist 11.apríl í fyrra og ég heimsótti hann tæplega 2 vikna. Hér með mömmu sinni:


Lítill fuglsungi...




Þessi myndarlega fjölskylda vildi eiga skemmtilegar myndir af sér heima hjá sér jafnframt því að eldri dóttirin var að fermast og langaði þau í öðruvísi fermingarmyndir af stelpunni.



Systurnar Kristjana Björk og Bríet:

Fermingarstúlkan Kristjana Björk:




6.3.10

loksins

Loksins ætla ég að gefa mér tíma í myndabloggið - það mætti halda að það væri ekkert að gera hjá Stúdíó Douglas miðað við rólegheitin á blogginu en það er einmitt of mikið að gera... en ég kvarta ekki þegar það er svona gaman!

Hér eru hressir bræður sem komu til mín á síðasta ári, Ásgeir 5 ára og Gunnar 3 ára:


Litla systir þeirra hún Helena (2 mánaða) ásamt mömmu sinni:

Helena með mömmu og pabba:

Og öll fjölskyldan:


Lítil stúlka, Ásdís Ollý, kom til mín tvisvar á síðasta ári, í fyrra skiptið var hún 2 mánaða og seinna skiptið 7 mánaða. Gaman að sjá hvað hún hefur stækkað á þessum tíma en samt lítið breyst...

2 mánaða:


og 7 mánaða:


4.3.10

yndislegur vinur

Bassi 10.09.2001 - 25.02.2010

Yndislegi hundurinn minn hann Bassi lést fyrir viku síðan. Hann var búinn að vera veikur í rúmt ár, líklegast með heilaæxli. Nú líður honum betur og við höfum margar góðar minningar til að hlýja okkur með. Hans verður sárt saknað.