2.11.08

Ísland - Noregur

Nú er allt á fullu í jólamyndatökunum og örfáir tímar lausir fyrir jólin. Myndabloggið er enn á sumartíma hins vegar...

Ég myndaði tvenn brúðkaup erlendis í sumar. Í júní var það írskt-króatískt brúðkaup í London og í ágúst, um verslunarmannahelgina, var það íslenskt-norskt brúðkaup í Noregi.

Giftingin fór fram úti undir berum himni, eða réttara sagt undir litlum tjaldhimni þar sem það var örlítil rigning, við fallegt hús á Hellviktangen en þangað var farið á bát frá Osló.
Þetta var allt saman stórglæsilegt og ótrúlega skemmtilegur dagur. Takk kærlega fyrir mig kæru brúðhjón og innilega til hamingju með hjónabandið!